Axel Kárason var í hörkustuðu í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar hann gerði 30 stig og tók 13 fráköst í sigri Værlöse gegn Randers. Kappinn skellti niður 8 þristum í 12 tilraunum!
 
 
Axel var stigahæsti maður vallarins og splæsti líka í einn stolinn bolta. Eftir leikinn í kvöld er Værlöse í 8. sæti úrvalsdeildarinnar í Danmörku með 8 stig og náði að minnka muninn niður í 8 stig á Randers sem er í 7. sæti deildarinnar.