Axel Kárason og liðsfélagar í Værlöse sækja hart á Randers í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þessi dægrin. Værlöse lagði í kvöld botnlið Aalborg Viking 85-75 á heimavelli. Sex stigum munar nú á Værlöse í 8. sæti og Randers í 7. sæti deildarinnar en Randers hafa tapað síðustu sex leikjum sínum í röð.
 
 
Axel landaði myndarlegri tvennu í kvöld með 11 stig og 20 fráköst en fyrir leikinn í kvöld hafði Axel mest tekið 14 fráköst í leik í desembermánuði síðastliðnum. Axel var með flest framlagsstig allra í Værlöse í kvöld eða 30 talsins sem er það næst hæsta hjá honum á tímabilinu en hann var með 36 framlagsstig gegn Randers þann 12. janúar síðastliðinn.