Æfingabúðir Jenny Boucek, WNBA þjálfara og fyrrum leikmanns kvennaliðs Keflavíkur hófust eldsnemma í morgun.  Að sögn aðstandanda körfuboltabúðanna voru yfir 100 stúlkur sem skráðu sig til leiks og var yngri hópur þeirra mættur eldsnemma nú í morgun á fyrstu æfinguna.  Ekki var að sjá annað en að stúlkurnar væru nokkuð sáttar með þessar æfingabúðir.  Myndasafn frá búðunum er hægt að skoða hér.