Á dögunum lék U18 ára karlalandslið Íslands sinn síðasta æfingaleik fyrir Evrópukeppnina í B-deild. U18 ára liðið lagði þá sameinað lið Snæfells og Skallagríms í Borgarnesi. Íslensku strákarnir héldu út til Búlgaríu í morgun og leika á morgun sinn fyrsta leik í keppninni er liðið mætir Eistlandi. Karfan.is ræddi við Pétur Rúnar Birgisson fyrirliða landsliðsins eftir sigur U18 hópsins í Borgarnesi.
 

 
Mynd/ Jón Björn