U-18 liðið mætti Njarðvíkingum í kvöld í æfingar viðueign liðanna og fór svo að Njarðvíkingar höfðu nokkuð auðveldan sigur. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en svo hófu Njarðvíkingar að sigla framúr og juku forskot sitt jafnt og þétt út þriðja fjórðung og mestur varð munurinn 25 stig.  Þeir ungu landsliðsmenn hysjuðu upp um sig brækurnar í þeim fjórða og náðu að minnka muninn niður 13 stig og endaði leikurinn 73:60.  
 
Góð æfing fyrir strákana í landsliðinu, Njarðvíkingar tóku hressilega á þeim og akkúrat sú æfing sem liðið þarf fyrir sumar prógram sitt sem verður EM mót í Búlgaríu nú í júlí mánuði.