U18 ára karlalandsliðið leikur gegn úrvalsdeildarliði Njarðvíkinga á eftir í Ljónagryfjunni kl. 19:15. Liðið hefur þegar leikið gegn Stjörnunni og Fjölni og vannst sigur í báðum leikjum.
 
U18 ára liðið leikur svo gegn Haukum annað kvöld, aftur gegn Njarðvík þann 15. júlí og svo gegn Skallagrím/Snæfell þann 17. júlí næstkomandi (óstaðfest hvort verði af þeim leik).
 
Mynd/ Njarðvíkingurinn Kristinn Pálsson leikur með U18 ára landsliði Íslands á eftir gegn uppeldisfélagi sínu. Kristinn var ekki með U18 ára liðinu á Norðurlandamótinu þar sem hann var bundinn í sínum verkefnum á Ítalíu en hann er nú kominn inn í U18 hópinn.