U18 landslið kvenna tapaði fyrir Englandi á Evrópumóti B-deildar 45-57. Íslenska liðið átti góða byrjun í fyrri hálfleik en staðan var 25-16 í hálfleik. Slök frammistaða í þriðja hluta leiddi hins vegar til of mikils munar sem dugði Englendingum til að klára leikinn.
 
Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir íslenska liðið en hún endaði með 19 stig og 15 fráköst. Minna fór fyrir framlagi annarra leikmanna íslenska liðsins.
 
 
Mynd: FIBA Europe / Sara Rún Hinriksdóttir spilaði vel fyrir Ísland