Hvergerðingar hafa bætt við sig öflugum leikmanni fyrir átökin í 1. deild karla en Þorsteinn Gunnlaugsson skellir sér nú í VÍS og Kjörís treyjuna. Þorsteinn segir því skilið við Blika að sinni sem verða fyrir gríðarlegum búsifjum.
 
 
Á meðfylgjandi mynd handsala Lárus Ingi Friðfinnsson formaður Hamars og Þorsteinn málin. Þorsteinn ætti umsvifalaust að skipa sér í sess prímusmótora Hvergerðinga en hann var með 14,1 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik með Blikum á síðasta tímabili.