Íslenska U18 ára kvennalandsliðið mátti áðan fella sig við súran ósigur gegn Danmörku í Evrópukeppni B-deildar sem nú fer fram í Rúmeníu. Lokatölur voru 85-87 fyrir Danmörk sem gerðu sigurstig leiksins af vítalínunni þegar ein sekúnda var til leiksloka.
 
 
Sara Rún Hinriksdóttir átti enn einn stórleikinn með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og þær Bríet Sif Hinriksdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir bættu báðar við 12 stigum hver.
 
Ísland heldur nú inn í milliriðil með Bosníu og Rúmeníu þar sem leikið verður um sæti 9-17 á mótinu en leikið er um öll sæti mótsins.
 
 
Tölur leiksins:
Iceland Pts REB AS PF
4 5 0 0 Fouls
5 6 1 0 Fouls
6 0 0 0 Fouls
7 0 0 0 Fouls
8 0 0 0 Fouls
9 12 0 3 Fouls
10 7 5 2 Fouls
11 11 5 3 Fouls
12 4 3 3 Fouls
13 1 3 1 Fouls
14 27 10 6 Fouls
15 12 2 2 Fouls
 
Denmark Pts REB