Hinn 37 ára gamli Manu Ginobili mun ekki koma til með að spila með Argentínu á heimsmeistaramótinu í sumar. Forráðamenn SA Spurs í samráði við lækna liðsins hafa sent Ginobili bréf þess efnis að hann fái ekki leyfi frá félaginu til að spila í mótinu vegna meiðsla sem uppgötvuðust eftir tímabilið í NBA í ár.  Þar kom í ljós að Ginobili væri með álagsmeiðsl á hægri fæti og þyrfti í það minnsta 8 vikur í hvíld. 
 
Læknar Argentíska landsliðsins skoðuðu kappan nú í vikunni og sögðu að hann væri betri en niðurstöðurnar væru hinsvegar ófullnægjandi.  Ginobili hafði vonast til að spila með liðnu sem hann hefur verið í síðan 1998 eða fjórum árum áður en hann hóf leik með SA Spurs.