Melo og Bron Bron eru með deildina í hreðjataki. Bron Bron er að veiða með strákunum sínum og svarar ekki síma. Melo ætlar að chilla með LaLa um helgina og segja okkur hvað gerist á mánudaginn… Á meðan verðum við bolurinn bara að naga neglurnar og bora í nefið þar til þessir flekar ákveða sig… Deildin er í frosti á meðan. En þó hafa nokkrir hlutir gerst… Allir að halda sér! CJ Miles til Pacers, Avery Bradley til Celtics, Ben Gordon til Magic… Það sem mestu máli skiptir hins vegar er að Spencer Hawes er búinn að semja við LA Clippers. Það er biti sem Cavs máttu helst ekki missa. Áherslur í sóknarleik Rivers hjá Clips virðist vera að breytast og færast meira yfir í Spurs módelið. Þ.e. ef Hawes verður mikill þáttakandi í leik liðsins… Gordon Hayward kíkir í heimsókn til Michael Jordan og félaga í Charlotte Hornets en hann hefur einnig verið í sigtinu hjá Cavs og Celtics… Steve Novak er farinn til Utah Jazz í skiptum fyrir Diante Garrett. Jazz fá einnig valrétt í annari umferð… Melo er búinn að fá nokkur tilboð frá liðum. Knicks bjóða honum sitt max sem er 5 ár og $129 mills, Lakers hafa boðið honum 4 ár og $97 mills og svo hafa Mavs boðið honum líklega um 4 ár og $75 en það er óljóst hvernig sá samningur verður byggður upp… Lance Stephenson gengur illa að fá almennilegt tilboð frá Pacers… Staðreyndir málsins um tilraunir Derrick Rose til að fá Melo til liðs við Chicago Bulls hafa komið upp á yfirborðið. Tilraunirnar voru engar. Stjórnendur Bulls og Melo kíktu bara inn í æfingarsalinn þar sem Rose var í sínum reglulegu æfingum. Hann stoppaði þó til að heilsa upp á Melo. Gaur, ekki ofreyna þig. Gætir slitið hárrót…
 
We OUT like engar fréttir af leikmannamarkaðnum