Ólafur Aron Ingvason sem spilað hefur með Þór síðustu tvö tímabil í 1. deildinni mun koma til með að spila með Njarðvíkingum á næstu leiktíð. Ólafur hefur verið einn af lykilmönnum Þórsara en á síðustu leiktíð var hann með 18,2 stig og 7,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Þór.
 
Kallið úr Ljónagryfjunni er hávært en á meðal endurkomukappa er téður Ólafur og áður hafa þeir Rúnar Ingi Erlingsson og Oddur Birnir Pétursson snúið aftur í Njarðvík.  
 
Mynd/ Ólafur Aron og Gunnar Örlygsson formaður KKD Njarðvíkur.