Oddur Rúnar Kristjánsson, 19 ára bakvörður Breiðabliks, hefur samið við Grindavík um að leika með liðinu á næstu leiktíð. 
 
Oddur hefur lengst af í yngri flokkunum leikið með KR en færði sig yfir til Breiðabliks á síðust leiktíð sem er í 1. deild. Oddur skoraði 14,8 stig í leik og skaut ágætlega fyrir utan þriggja stiga línuna eða 2/6 í leik sem gerir um 34% nýtingu.  Oddur var 19. besti í 1. deildinni í stigaskori.