Ísland og Danmörk áttust við í Stykkishólmi í kvöld. Framlengja varð leikinn og var allt annar bragur á íslensku sveitinni þetta kvöldið heldur en í Hafnarfirði í gær.
 
 
Hildur Björg opnaði leikinn á kunnuglegum slóðum í teignum í Hólminum. Þær Dönsku með Emilie Hesseldal í fararbroddi komust fljótt í forystu 8-13. Danir skiptu ört og þeirra vél mallaði fínt, settu niður þrista og komust í 10 stiga mun 12-22. Stóru skotin voru Íslandi erfið ásamt fínni vörn Danmerkur og staðan 18-27 í hálfleik fyrir gestina.
 
Íslensku stúlkurnar komu bitmeiri til leiks bættu varnarleik sinn í upphafi annars hluta og reyndu vel að reyna að saxa á en Danir héldu sér 10 stigum frá 27-37. Guðbjörg Sverrisdóttir kom þá inná og smellti léttum þremur stigum í hús. Ísland náði að stoppa Danina meira í öðrum hluta en þær fengu ansi mikið frítt í upphafi leiks. Staðan 33-43 í hálfleik. Hjá Íslandi var Helena Sverrisdóttir komin með 8 stig en hjá Danmörk Emelie Hesseldal og Gritt Ryder 7 stig hvor.
 
Þegar okkar stúlkur gerðu vel og sýndu baráttu og voru í boltum og að trufla sóknir Dana þá var það seinheppnin sem elti liðið og fengu þær allt til baka í andlitið. Ísland komust nær 39-45 og voru líklegar til að taka dálítið á þeim dönsku en gestirnir komust fljótt í 39-52 með stórum skotum. Íslenska liðið áttu þá næstu syrpu og söxuðu aftur í 6 stig 51-57 með mikið fínni vörn og léttari sóknarleik en þar fóru Hildur Björg og Helena fyrir sínu liði á meðan Kristrún, Bryndís og í raun allar sem voru inná í senn, voru sterkar varnarlega. 51-59 eftir þriðja hluta sem Ísland vann 18-16 og voru að bæta í ákveðin göt frá síðasta leik.
 
Sveiflurnar voru fram og til baka en Ísland kom ávallt til baka eftir að vera þetta 9-11 stigum undir. Staðan var 51-62 þegar þær tóku gott áhlaup og komust nær 60-64 og svo 62-65 og voru ólíkt í fyrri leiknum að sýna sitt rétta andlit. Staðan 65-73 fyrir Dani þegar 1:30 voru eftir og í raun bara fyrsti leikhluti sem hafði gefið gestunum forskotið en annars var vel barist hjá Íslandi í leiknum þó erfitt hafi verið að elta og reyna að komast í forystu. Gritt Ryder og Katarine Dyszkant voru komnar með 5 villur hvor sem var gott fyrir okkar stúlkur og staðan 69-73 fyri Dani. Íslenska liðið stoppuðu sóknir Dana algjörlega sem runnu út á sóknarklukku og Helena Sverris jafnaði 73-73 með 1 sek eftir og Danir fengu boltann á sínum sóknarhelming en skot þeirra rataði ekki niður og því framlengt.
 
Danmörk tók þessa venjubundnu en litlu forystu í leiknum í framlengingunni 75-80 eftir þrist frá Kiki Lund sem var Íslandi oft erfið. Þegar um 10 sekundur voru eftir var staðan 80-81 en Danir settu niður eina og staðan 80-83 er Helena fór á vítalínuna og bæði skotin geiguðu en boltinn fór til Kristrúnar sem átti síðasta þriggja stiga skotið í leiknum en fór ekki ofaní og Danir sigruðu 80-83 eftir mikinn báráttuleik þar sem allt annað var að sjá íslenska landsliðið sem tekur eitthvað betra með sér í næstu leiki.
 
Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín
Mynd/ Eyþór Benediktsson