ÍR-ingar fengur góðan liðsstyrk á dögunum þegar Kristján Pétur Andrésson, fyrrum leikmaður Snæfells gekk í raðir Breiðhyltinga fyrir næsta vetur. 
 
Þetta staðfesti Elvar Guðmundsson, formaður ÍR í samtali við Karfan.is. Aðspurður hvernig hann muni passa inn í liðið sagði Elvar: “Vonandi vel. Þetta er topp spilari sem á bara eftir að styrkja okkur.”
 
Elvar er nokkuð sáttur við hvernig ÍR er mannað fyrir utan teiginn og því er allt kapp sett á að finna góðan erlendan leikmann inn í teiginn. Sú vinna er í gangi núna samkvæmt Elvari.
 
Kristján lék 17 mínútur í leik fyrir Snæfell á síðustu leiktíð og skoraði að meðaltali 5,9 stig í leik og skaut 24,3% fyrir utan þriggja stiga línuna.
 
Mynd: Kristján Pétur Andrésson (fengin að láni frá Snæfell.is)