Jason Kidd hinn magnaði fyrrum leikstjórnandi og núverandi þjálfari í NBA deildinni mun koma til með að stýra Milwaukee Bucks á næstu árum. Brooklyn Nets og Milwaukee komust að samkomulagi um að Kidd færi til Bucks og í staðinn fengu Nets tvo valrétti í annarri umferð á komandi árum (2015 og 2019).  Kidd stýrði Nets á  nýliðinni leiktíð og var það hans fyrsta starf sem þjálfari í deilldinni. Kidd stýrði Brooklyn alla leið í úrslitakeppnina þar sem þeir reyndar voru slegnir út af Miami Heat.