Danmörk vann í kvöld stóran og öruggan sigur á íslenska kvennalandsliðinu er þjóðirnar mættust í vináttuleik í Hafnarfirði. Karfan TV var á svæðinu en við ræddum við Hrannar Hólm þjálfara danska liðsins eftir leik sem og Helenu Sverrisdóttur leikmann íslenska landsliðsins. Hrannar varð í kvöld fyrstur til þess að stýra erlendu körfuboltalandsliði á íslenskri grundu.