Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var valin besti leikmaður Evrópukeppni Smáþjóða sem lauk í St. Pölten á dögunum. Helena var eina íslenski leikmaðurinn í úrvalsliði mótsins.
 
 
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, afhendi Helenu verðlaunin sem voru sárabót fyrir íslenska liðið sem tapaði með sex stiga mun í úrslitaleiknum.
 
Helena var með 17.5 stig, 9,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum íslenska liðsins þar af 17 stig, 10 fráköst og 7,5 stoðsendingar að meðaltali í leikjunum tveimur um sæti.
 
Helena var þriðji stigahæsti leikmaður mótsins en hún var einnig í þriðja sæti í frákösdtum og í 3. sæti í stoðsendingum. Helena nýtti líka vítin sín best af öllum.
 
Með Helenu í úrvalsliðinu voru þær Sigrid Koizar og Sarah Schicher frá Austurríki, Dina Ulyanova frá Aserbaídsjan og Josephine Grima frá Möltu. Sigrid Koizar reyndist íslenska liðinu afar erfið í úrslitaleiknum þar sem hún var með 32 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst.
 
Frétt og mynd/ www.kki.is