U18 ára kvennalandslið Íslands leikur gegn Bosníu í dag kl. 15:00 að íslenskum tíma í milliriðli EM í B-deild. Ísland leikur um sæti 9-17 á mótinu og mætir svo heimakonum í Rúmeníu á morgun. Finnur Jónsson þjálfari liðsins sagði í samtali við Karfan.is að mun aggressívari vörn væri leikin ytra en þekktist hér heimafyrir.
 
 
„Við erum bara aðeins „undersized“ gegn þessum liðum, lendum í villuvandræðum með stóru mennina okkar og erum þar af leiðindum að lenda í basli, leikurinn i gær gegn Dönum skipti ekki máli þar sem bæði lið byrja nýjan milliriðil með 0 stig og ég tel að Danir hafi lent i erfiðari riðli eftir úrslitin gegn okkur. Ég er brattur og ánægður með mitt lið, leikmenn að koma sterkir inn með gott framlag sem veit á gott. Markmiðið fyrir mót var að enda ofar en 12. sæti og við erum þar í bullandi séns að græja það. Liðin hér eru að spila miklu aggresívari vörn en þekkist heima á Íslandi og við erum ennþá að læra inn a það,“ sagði Finnur.