Það vakti furðu margra að varnarsinnaða liðið Chicago Bulls skyldi velja Doug McDermott í nýliðavalinu þetta árið en McBuckets eins og hann er kallaður er ekki þekktur fyrir stífan varnarleik á sínum háskólaferli.  Hann getur hins vegar skorað og hann er mjög góðu í því. Bulls bráðvantar stig á töfluna og því er vert að taka áhættuna á drengnum.
 
McDermott gekk illa í fyrsta leik sínum í sumardeildinni gegn LA Clippers en í öðrum leik sínum, nú gegn Denver, setti hann upp skotsýningu. Skoraði 31 stig, hitti 7/12 í skotum, þar af 5/9 í þristum auk þess sem hann setti niður öll 12 vítaskotin sín.
 
McBuckets er skytta af guðs náð og eins og sjá má í myndbandinu hefur hann mjög lítið fyrir skotinu. Strokan er mjúk og áreynslulaus auk þess sem hann er snöggur að sleppa boltanum.
 
Áður en Bulls menn hrópa húrra þá var Adam Morrison einnig óstöðvandi í sumardeildinni. Skoraði grimmt og hitti úr öllu. Við vitum svo öll hvað gerðist þegar leikirnir fóru að skipta meiru máli.