Valsmenn hafa einnig bætt við sig erlendum leikmanni í dag þar sem Danero Thomas skrifaði undir hjá þeim og mun því spila með þeim í 1. deildinni á komandi tímabili.  Danero Thomas þekkja íslendingar ágætlega þar sem hann hefur leikið með Hamri og KR hér á landi áður.  Hann átti mjög fínt tímabil með Hamri á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 25 stig að meðaltali á leik og tók 10 fráköst í þeim 18 leikjum sem hann spilaði.  
 
 
gisli@karfan.is
mynd: Valur.is – Danero Thomas kominn í Valsbúning eftir undirskrift