Í kjölfarið á ákvörðun LeBron James að snúa aftur heim til Cleveland á næstu leiktíð þurftu Miami Heat að bregðast hratt við og tryggja áframhaldandi samstarf við Chris Bosh. Bosh hafði verið boðinn fjögurra ára samningur að andvirði $88 milljóna frá Houston Rockets og því þurfti að hafa hraðann á.
 
Pat Riley bauð strax Chris Bosh fimm ára $118 milljóna samning sem hann samþykkti strax. Þetta er umtalsvert meira en sá hámarkssamningur sem Houston gat boðið honum. 
 
Þetta setti allt leikmannamarkaðinn í uppnám en Houston höfðu rétt áður sent Jeremy Lin til LA Lakers til að losa um fyrir Bosh.
 
Dwyane Wade er enn samingslaus en heyrst hefur að Chicago Bulls hafi kannað áhuga hans á að ganga í raðir þeirra. Wade er uppalinn Chicago-búi og eflaust kitlar að spila fyrir heimaliðið.