Jóhanna Björk Sveinsdóttir samdi nýverið við Breiðablik og mun hún leika með þeim á komandi tímabili í Úrvalsdeild kvenna.
 
Jóhanna hefur leikið seinastliðin tvö tímabil með Haukum, þar sem hún varð meðal annars bikarmeistari í fyrra, en söðlar nú um og snýr aftur til Breiðabliks þar sem hún lék áður en hún fór til Hauka.
 
Jóhanna er mikill styrkur fyrir Breiðablik sem ætlar sér greinilega ekki að tjalda til einnar nætur í Úrvalsdeildinni en hún spilaði gríðarlega vel í bikarúrslitaleiknum þar sem hún var næst besti maður leiksins á eftir Lele Hardy.
 
Mynd/ Breiðablik – Samningurinn handsalaður