Miðherjinn Birgir Björn Pétursson segir nú skilið við Vodafonehöllina að Hlíðarenda og heldur í heimahagana á Ísafirði og mun hann leika með KFÍ á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Birgir um helgina við Karfan.is.
 
 
Birgir var síðasta á mála hjá KFÍ tímabilið 2008-2009 en kom eftir það í bæinn og lék fyrst með Stjörnunni og nú síðast Val. Birgir var með 14 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik með Val á síðasta tímabili í Domino´s deildinni en Valsmenn féllu og leika í 1. deild á komandi leiktíð.
 
Mynd/ tomasz@karfan.is – Birgir Björn í leik með Val gegn Þór Þorlákshöfn á síðasta tímabili en hér er miðherjinn Ragnar Á. Nathanaelsson til varnar.