Stórskyttan og Grindvíkingurinn Ármann Örn Vilbergsson mun taka slaginn áfram með Borgnesingum í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Ármann kom til liðs við Skallagrím þegar nokkuð var liðið á síðasta tímabil og var með um fjögur stig að meðaltali í leik.
 
 
Á heimasíðu Skallagríms segir:
 
Ármann Örn Vilbergsson sem lék með Skallagrím á síðustu leiktíð í Dominosdeild karla, mun leika áfram með Skallagrím á komandi leiktíð. Ármann kom til liðs við Skallagrím þegar nokkuð var liðið á tímabilið 2013-2014. Ármann er Grindvíkingur, fæddur árið 1985 og hefur talsverða reynslu af að spila í úrvalsdeild en hann hefur mestan sinn feril spilað með uppeldisfélagi sínu í Grindavík. Við bindum miklar vonir við Ármann og bjóðum hann að sjálfsögðu velkominn til okkar að nýju sagði formaður körfuknattleiksdeidlar Skallagríms, Kristinn Sigmundsson, í stuttu spjalli við heimasíðu Skallagríms.
 
Mynd/ Ómar Örn – Ármann í leik með Skallagrím gegn Stjörnunni á síðasta tímabili.