U18 ára landslið karla er nú komið út til Búlgaríu og hefur í dag leik á Evrópumótinu í B-deild. Fyrstu andstæðingar íslenska liðsins eru Eistar og mætast liðin ytra kl. 16:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma.
 
 
Ísland og Eistland mættust á Norðurlandamótinu í Svíþjóð fyrr á þessu ári þar sem okkar piltar höfðu öruggan sigur.