Lokakeppnisdagur Norðurlandamóts U20 ára landsliða fer fram í Finnlandi í dag. Íslenska liðið er í færi á titlinum en liðið mætir Dönum í dag. Til að Ísland verði Norðurlandameistari þarf að vinnast sigur á Dönum og Finnar þurfa að leggja Svíþjóð í sinni viðureign.
 
 
Danmörk og Ísland ríða á vaðið kl. 13:00 að staðartíma eða kl. 10:00 að íslenskum tíma og lokaleikur mótsins er viðureign Finnlands og Svíþjóðar sem hefst 16:00 að staðartíma eða kl. 13:00 að íslenskum tíma. Beina tölfræðilýsingu má finna á heimasíðu finnska sambandsins, basket.fi