Íslensku strákarnir í U15 landsliðinu sigruðu Holland örugglega  í Kaupmannahafnarmótinu í dag 49-63. Strákarnir fóru hægt af stað en með 9-19 spretti í öðrum leikhluta náðist forysta sem strákarnir okkar létu ekki eftir til loka leiks, þrátt fyrir áhlaup Hollendinga í fjórða hluta. Hákon Hjálmarsson var stigahæstur Íslendinga með 28 stig og var hann drjúgur í fjórða hluta þegar Hollendingar gerðu áhlaupið.
 
Stigaskor Íslendinga: Hákon Hjálmarsson 28, Helgi Guðjónsson 10, Stefán Ljubicic 9, Egill Októsson 5, Gabríel Möller 4, Sigmar Bjarnason 2, Þorgeir Þorsteinsson 2, Þorbjörn Arnmundsson 2, Nökkvi Nökkvason 2, Davíð Magnússon 1, Birkir Björnsson 0, Guðjón Sigurðarson 0.
 
 
Mynd: KKÍ