Dallas Mavericks endurheimt miðherjann sinn sem átti stóran þátt í því að liðið vann sinn fyrsta NBA meistaratitil árið 2011. Tyson Chandler og Raymond Felton fara til Dallas Mavericks í skiptum fyrir Samuel Dalembert, Jose Calderon og Shane Larkin.
 
Dallas ætla greinilega að reyna aftur að komast í hringiðuna fyrir næsta tímabil með Dirk Nowitzki á lokasprettinum á sínum ferli. Fá öflugan miðherja sem getur hert vörn Dallas sem hefur ekki verið söm síðan hvarf frá til New York, en það kostar þá duglega. Raymond Felton er landeyða með allt of stóran samning í vasanum og verður forvitnilegt að sjá hvað Dallas menn ætla að gera við þann vandræðagrip.
 
Nú þegar Phil Jackson hefur gengið frá ráðningu Derek Fisher sem þjálfara Knicks er hann farinn að munda öxina. Hann losar rúmlega $18 milljónir af launakostnaði næsta árs auk þess að losa sig við geislavirkan samning Feltons sem er með $3,8 milljónir eftir á næsta ári og tæpar $4 milljónir á player option fyrir þarnæsta tímabil. Við getum öll fallist á það að sá snúður opti inn á síðasta árið.  Fá ekki mikið í staðinn. Dalembert er með $3,8 milljónir á næsta ári en aðeins $1,8 milljón af því er tryggt. Calderon er góður leikstjórnandi sem ætti að fylla ágætlega í stöðu sem hefur ekki verið almennilega mönnuð hjá Knicks síðan Mark Jackson var og hét í Stóra eplinu. Shane Larkin er efnilegur leikstjórnandi sem er enn á nýliðasamningi sínum.
 
Hvort þetta dugi fyrir Carmelo Anthony til að snúa aftur til Knicks skal ósagt látið.