Áður en leikurinn hefst í kvöld er vert að renna yfir tölfræði þessara liða í úrslitakeppninni og í úrslitaviðureigninni.
 
Spurs og Heat eru þau lið sem hafa hitt best í úrslitakeppninni. Heat með eFG% 56,1% og Spurs 54,4%
 
Spurs eru með bestu catch and shoot skotnýtinguna eða 45,3% á öllum slíkum skotum og 62,2% eFG%. Þar er átt við þegar leikmaður grípur boltann og tekur skot á þess að drippla boltanum. Spurs leiða einnig öll lið í catch and shoot þriggja stiga skotnýtingu með 46,4%.  Spurs skora 25,7 í úrslitakeppninni með slíkum skotum en Heat eru örskammt á eftir með 25,2 stig.
 
Heat leiða öll lið í skotnýtingu í dræfum á körfuna eða 56,8%. Þar munar helst um LeBron James sem hefur keyrt 132 sinnum að körfunni í úrslitakeppninni og nýtt þær í 66,2% tilvika til að skora. Dwyane Wade er skráður fyrir 140 dræfum á körfuna í úrslitakeppninni og með 58,2% nýtingu en eitthvað segir manni að lítill hluti þeirra hafi komið núna í úrslitunum gegn Spurs.
 
Spurs þó nokkuð á eftir eða með 51,4%. Þar hefur mest farið fyrir Tony Parker með 238 dræf á körfuna og 52,5% nýting. 
 
Hvað varðar fráköstin eru Spurs að ráða ríkjum þar með 42,1 frákast í leik. Heat með aðeins 33,6. Fráköst eru einna helsti akkilesarhæll Heat liðsins. Athygli vekur tölfræði yfir “tækifæri til frákasta” eða þegar leikmaður er 3,5 feti frá frákasti, en þar eru Spurs með 71,2 í leik en Heat aðeins 55,3. Því spyr maður sig hvort leikmenn stígi svona illa út eða staðsetji og tímasetji sig svona illa. Heat standa nefnilega ofar í töflunni þegar borin eru saman tölfræði yfir hlutfall frákasta þar sem andstæðingur er innan 3,5 feta frá frákastinu, en Heat hirða 30,5% af slíkum fráköstum en Spurs 28,2%.
 
Ég hef komið að því áður að sendingar og að láta boltann ganga sé lykillinn að ákafri gildru vörn Heat. Spurs hafa tekið þessa leikaðferð upp á nýtt plan í úrslitakeppninni. Spurs gefa tæplega 315 sendingar í leik og 429 snertingar hjá leikmönnum. Spurs spila að meðaltali 93,6 sóknir í leik og gefa því 3,36 sendingar í sókn eða um 4,59 snertingar.
 
Í leik þrjú og fjögur gáfu þeir enn meira í. Í leik þrjú voru sendingarnar 362 í leiknum og sóknirnar 86 en það gefur 4,21 sendingar per sókn. Í leik fjögur voru sendingarnar 381 í aðeins 84 sóknum, en það gefur 4,54 sendingar per sókn. 
 
Skal engan furða að þreyta sé farin að segja til sín í herbúðum Heat leikmanna að þurfa að eltast við slíka hreyfingu á boltanum.
 
Spurs hreyfa sig gríðarlega mikið án boltans og ferðast leikmenn liðsins samtals 28,2 km í hverjum leik úr úrslitakeppninni. Heat hins vegar 25,7. Spurs hlaupa einnig hraðar að meðaltali eða 6,9 km/klst á meðan Heat hlaupa 6,4.
 
Fylgist með Ruslinu á: