Nýliðar Tindastóls hafa komist að samkomulagi við bandarískan leikmann að nafni Myron Dempsey fyrir næsta tímabil í Domino’s deild karla. Frá þessu er greint á Tindastoll.is
 
 
Á heimasíðu Tindastóls segir:
 
Myron er nýliði í atvinnumennsku og telur stjórn Kkd að hann sé sá leikmaður sem liðinu vanti fyrir komandi átök. Myron er 23 ára, 2.03 cm og 102 kg og kemur hann frá Paul Quinn skóla þar sem hann lék frábærlega með þeim skóla. Spilaði þar 29 leiki og var með í þeim 24,2 stig, 9,1 frákast og 2 stoðsendingar í leik. Telur stjórn Kkd að endanleg mynd sé að verða komin á mannskapinn fyrir leiktíðina og er ekki hægt annað en að fara að láta sér hlakka til vetrarins.