Íslenska U20 ára landsliðið mætir Finnum á Norðurlandamótinu í dag kl. 17:00 að íslenskum tíma. Ísland mátti sætta sig við ósigur gegn Svíum í gærkvöldi og sagði Arnar Guðjónsson aðstoðarþjálfari liðsins margt jákvætt í leiknum gegn Svíþjóð en ýmislegt þurfi að laga fyrir leikinn gegn Finnlandi í dag.
 
 
„Það var margt jákvætt gegn Svíum þrátt fyrir tapið, við leystum „pick and role“ sóknarleikinn þeirra vel, hinsvegar áttum við erfitt með vörn á blokkinni sem og fráköst. Sóknarlega voru vítaskot sem vildu ekki niður dýr sem og klaufalegir tapaðir boltar, þá sérstaklega óþarfa skref hvað eftir annað. Við þurfum að vera klárir fyrir ákveðan vörn Finna í dag og vera tilbúnir að refsa þeim þar sem þeir setja mikla pressu hátt á vellinum. Varnarlega náum við vonandi að frákasta boltanum ögn betur,“ sagði Arnar.