Liverpool léku Man Utd. menn grátt þennan veturinn og það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum.  Dæmið snérist við nú fyrir skömmu þegar liðsmenn Englands voru í Bandaríkjunum að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu. Þeir Wayne Rooney, Danny Wellbeck og Raheem Sterling  tóku léttan körfuknattleik í upphitun og þar fékk Rooney uppreisn æru eftir arfaslakan vetur á grasinu þegar blokkaði Raheem Sterling með látum á parketinu. Hægt er að skoða atvikið hér að neðan.  Á myndavélinni var það svo Daniel Sturridge sem fagnaði með viðeigandi hætti.  Hver segir svo að hvítir menn geti ekki hoppað!