Nýtt körfubolta hlaðvarp hefur litið dagsins ljós og hefur fengið nafnið #iðnaðartroð og er það gripið úr frasabók Svala Björgvins.  Hlaðvarpið mun fjalla um NBA deildina og er efni fyrsta þáttarins úrslitakeppnin sem lauk núna í vor.  Þáttarstjórnendur eru Magnús Björgvin Guðmundsson, Kristján Skúli Skúlason og Gísli Ólafsson.  Þátturinn hefur tekið sér það bessaleyfi að nota hashtaggið #iðnaðartroð fyrir þáttinn og vonir standa til að sem flestir taki þátt í umræðunni á twitter með hverjum þætti.  Fyrsta spurning þáttarins er þess vegna varpað til hlustenda og hvetjum við sem flesta til að svara á twitter og nota hashtaggið #iðnaðartroð.  Með hvaða NBA leikmanni myndiru þú vilja fá þér bjór með?