Nýliðavalið fyrir næstu leiktíð verður í kvöld og er óhætt að segja að langt er síðan jafn mikil eftirvænting fyrir nýliðavali hafi ríkt. Þar munu standa til boða þeir sem deildin hefur beðið eftir í rúmt ár og talið er að mörg lið deildarinnar hafi vísvitandi hent frá sér leikmönnum til að tapa sem flestum leikjum svo möguleikarnir á því að lenda ofarlega í valinu verði meiri. Þetta árið voru það Cleveland Cavaliers sem enn og aftur unnu lottóið sem raðaði liðunum á efstu valréttina.
 
Því er ekki úr vegi að kynnast aðeins þessum strákum sem hafa ákveðið að bjóða sig fram í nýliðavali þessa árs.
 
Sjálfur er ég ekki öflugur í svona spámennsku eða mock draft eins og það er kallað á frummálinu en ég mun styðjast við spá þeirra hjá SBNation sem ég tel vera nokkuð nærri lagi.
 
1. Cleveland Cavaliers – Andrew Wiggins, Kansas
Ótrúlegur íþróttamaður. Sonur fyrrverandi NBA leikmanns og ólympíukeppanda í frjálsum íþróttum. Getur stokkið út úr húsinu og klárað í hraðauphlaupum. Mun hjálpa til í varnarleik Cleveland sem þarf á því að halda.
 
 
2. Milwaukee Bucks – Jabari Parker, Duke
Sá sem lengst af hefur verið talinn mest tilbúinn fyrir deildina. Frábær sóknarmaður með mikið safn hreyfinga, hvort sem úti á velli eða við körfuna. Er þó ekki sterkur varnarmaður. Parker hefur sjálfur gefið það í skyn að hann sé tilbúinn að fara til Bucks.
 
3. Philadelphia 76ers – Dante Exum, Australia
Einhver sagði að þessi gutti frá Ástralíu væri það næsta sem hefði komist í líkingu við ungan Kobe Bryant í mjög langan tíma. Frábær varnarmaður og hávaxinn leikstjórnandi. Sixers gætu prófað hybrid tveggja leikjstórnanda backcourt líkt og hefur gengið mjög vel hjá Phoenix Suns með Dragic og Bledsoe.
 
 
4. Orlando Magic – Marcus Smart, Oklahoma State
Sterkur leikstjórnandi sem getur dripplað boltanum og spilað vörn. Er dálítill vandræðagemsi. Á það til að floppa óþægilega mikið og hefur lent í útistöðum við áhorfendur á leikjum. 
 
5. Utah Jazz – Joel Embiid, Kansas
Meiðsli hafa gert þessum frábæra miðherja erfitt fyrir. Var mikið frá á síðustu leiktíð með Kansas vegna bakmeiðsla og nú var hann að fara í uppskurð á fæti vegna álagsbrots – meiðsli sem gætu tekið sig upp aftur síðar. En ef hann helst heill þá verður þetta tröll að eiga við þegar hann kemst á flug. Utah gætu þar með losað sig við annað hvort Kanter eða Favors sem Jazz hefur gengið illa að nýta saman. Fyrr í mánuðinum reyndu Jazz að bjóða Favors og þennan 5. valrétt til Cavaliers fyrir þann fyrsta en án árangurs.
 
6. Boston Celtics – Aaron Gordon, Arizona
Öflugur varnarmaður sem getur spilað margar stöður á vellinum. 
 
7. Los Angeles Lakers – Noah Vonleh, Indiana
Mikill skrokkur og getur sett hann fyrir utan. Gæti orðið öflugur stretch fjarki fyrir Lakers en hann skaut yfir 57% úr þriggja í vetur. 
 
 
8. Sacramento Kings – Julius Randle, Kentucky
Sterkur krafframherji sem gæti passað vel inn hjá Sacramento. Hatar ekki að slást inni í teignum og mun sóma sig vel með öðrum fyrrverandi Kentucky leikmanni, DeMarcus Cousins.
 
 
9. Charlotte Hornets – Nik Stauskas, Michigan
Banvæn þriggja stiga skytta (45%) sem mun hjálpa Hornets við að teygja varnir. Voru arfaslakir í þeirri deild í vetur. Ágætis varnarmaður einnig.
 
 
10. Philadelphia 76ers – Zach LaVine, UCLA
Zach LaVine hefur heldur betur vakið athygli á sér undanfarið með því að stökkva hærra en nokkur annar í Draft Combine í ár. Ófáa myndböndin hafa komið af honum troðandi yfir mann og annan. Sixers eru í góðri stöðu að taka þennan strák. Hafa mjög athletic lið nú þegar og hann mun passa vel þar inn. Þó ekki væri nema bara til að fá fólk í sætin.
 
11. Denver Nuggets – Gary Harris, Michigan State
Frábær catch and shoot skytta. Góður varnarmaður við þriggja stiga línuna. Ætti að passa vel inn í hraðan leik Nuggets.
 
12. Orlando Magic – Dario Saric, Croatia
208 cm framherji sem getur hlaupið og gefið boltann eins og leikstjórnandi.
 
 
13. Minnesota Timberwolves – Doug McDermott, Creighton
Frábær skytta en getur ekki dekkað ömmu sína. Þveröfugt við Ricky Rubio, sem á eftir að koma sér vel í Minnesota.
 
14. Phoenix Suns – Adreian Payne, Michigan State
Stór maður sem getur skotið fyrir utan. 
 
 
15. Atlanta Hawks – Jusuf Nurkic, Bosnia
Sjö feta miðherji. Hráir hæfileikar en það er eitthvað þarna.
 
 
16. Chicago Bulls – Kyle Anderson, UCLA
205 cm leikmaður sem getur spilað fjórar efstu stöðurnar á vellinum. Hitti vel fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur.
 
 
17. Boston Celtics – James Young, Kentucky
 
18. Phoenix Suns – Clint Capela, Switzerland
 
19. Chicago Bulls – Jordan Adams, UCLA
 
20. Toronto Raptors – Tyler Ennis, Syracuse
Raptors verða að húkka upp einn Kanadamann.
 
21. Oklahoma City Thunder – P.J. Hairston, Texas Legends
 
22. Memphis Grizzlies – T.J. Warren, NC State
Með skelfilega ljótt skot fyrir utan þriggja stiga línuna en hann getur skorað samt.
 
23. Utah Jazz – Rodney Hood, Duke
 
24. Charlotte Hornets – K.J. McDaniels, Clemson
 
25. Houston Rockets – Elfrid Payton, Louisana-Lafayette
 
26. Miami Heat – Shabazz Napier, UConn
Þetta er sá sem LeBron James hefur opinberlega valið. Hann lét það í ljós á meðan á úrslitakeppni háskólaboltans stóð  Heat sárvantar almennilegan bakvörð. Heyrst hefur að Heat sé búnir að pakka saman Norris Cole og þessum 26. valrétt til að skipta við lið ofar í töflunni svo hægt verði að tryggja valið á þessum gutta.
 
27. Phoenix Suns – Jerami Grant, Syracuse
 
28. Los Angeles Clippers – Mitch McGary, Michigan
 
29. Oklahoma City Thunder – Jarnell Stokes, Tennessee
Vel kjötaður durgur sem getur skotið um 70% af línunni.
 
30. San Antonio Spurs – Vasilije Micic, Serbia
Veit ekkert um þennan dreng en Popovich hlýtur að búa til eitthvað úr honum.