Cleveland biðu og biðu eftir almennilegu tilboði í fyrsta valréttinn en ekkert kom, svo þeir völdu Andrew Wiggins. Milwaukee tóku því næst Jabari Parker en Philadelphia, öllum að óvörum, völdu Joel Embiid þrátt fyrir meiðsli hans. Embiid verður frábær NBA leikmaður ef skrokkurinn hans leyfir honum það.
 
Nokkur skipti áttu sér stað á meðan á nýliðavalinu stóð. Philadelphia 76ers og Orlando Magic skiptu sín á milli auk þess sem Chicago Bulls sendu sína valrétti nr. 16 og 19 til Denver Nuggets í skiptum fyrir Doug McDermott sem Nuggets höfðu valið skömmu áður og Anthony Randolph. Miami Heat tókst að ná Shabazz Napier eftir pöntun frá LeBron James, með því að skipta PJ Hairston og Semaj Christon til Hornets.
Adam Silver gerði góðverk dagsins þegar hann kallaði upp á svið Isaiah Austin sem var greindur með sjúkdóm sem endaði körfuboltaferil hans nokkrum dögum fyrir nýliðavalið. Vitað var að Austin færi í fyrstu umferð áður en greiningin varð opinber. Silver kallaði Austin upp á svið sem val NBA deildarinnar þetta árið. Mjög smekklega gert af nýja forseta deildarinnar að votta þessum magnaða leikmanni verðskuldaða virðingu á þennan hátt.
Hér er niðurröðunin í fyrstu umferð nýliðavalsins:
1. Cleveland Cavaliers – Andrew Wiggins
2. Milwaukee Bucks – Jabari Parker
3. Philadelphia 76ers – Joel Embiid
4. Orlando Magic – Aaron Gordon
5. Utah Jazz – Dante Exum
6. Boston Celtics – Marcus Smart
7. Los Angeles Lakers – Julius Randle
8. Sacramento Kings – Nik Stauskas
9. Charlotte Hornets – Noah Vonleh
10. Orlando Magic – Elfrid Payton, jr. (frá Philadelphia 76ers)
11. Chicago Bulls – Doug McDermott (frá Denver Nuggets)
12. Philadelphia 76ers – Dario Saric (frá Orlando Magic)
13. Minnesota Timberwolves – Zach LaVine
14. Phoenix Suns – T.J. Warren
15. Atlanta Hawks – Adreian Payne
16. Denver Nuggets (frá Chicago Bulls) – Jusuf Nurkic
17. Boston Celtics – James Young
18. Phoenix Suns – Tyler Ennis
19. Denver Nuggets (frá Chicago Bulls) – Gary Harris
20. Toronto Raptors – Bruno Caboclo
21. Oklahoma City Thunder – Mitch McGary
22. Memphis Grizzlies – Jordan Adams
23. Utah Jazz – Rodney Hood
24. Miami Heat – Shabazz Napier (frá Charlotte Hornets)
25. Houston Rockets – Clint Capela
26. Charlotte Hornets – P.J. Hairston (frá Miami Heat)
27. Phoenix Suns – Bogdan Bogdanovic
28. Los Angeles Clippers – C.J. Wilcox
29. Oklahoma City Thunder – Josh Huestis
30. San Antonio Spurs – Kyle Anderson