Martin Hermannsson er kominn með munnlegt samkomulag um styrk hjá LIU Brooklyn háskólanum í New York, skv. því sem fram kemur í frétt Vísis. Hann mun því spila þar ásamt Njarðvíkingnum Elvari Má, en þeir eru góðir félagar.
 
„Þetta er búið að gerast mjög hratt. Það kom eitthvað upp á hjá þeim þannig þeir áttu auka skólastyrk. Elvar lét þá ekki vita af mér heldur höfðu þeir samband sjálfir, sem er svolítið skemmtilegt,“ segir Martin í samtali við Vísi.
 
Nú skyndilega varð Battle of Brooklyn einvígi LIU háskólans gegn St. Francis háskólanum næsta vetur enn meira spennandi, en Gunnar Ólafsson sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð mun spila með St. Francis.