Það á ekki af Haukum að ganga því nú er komið í ljós að Lovísa Björt Henningsdóttir er einnig að halda til Bandaríkjanna í nám og körfuknattleiksiðkun næsta haust.
 
Lovísu var boðinn fullur skólastyrkur sem nemi á lokaári hjá The Rock School í Gainesville Flórída.
The Rock School er High School og mun hún útskrifast þaðan næsta vor. Körfuboltalið þeirra er kallað Lions.
 
Þetta er ekki það eina sem er að frétta af Lovísu því hún er einnig búin að komast að munnlegu samkomulagi við University of Texas-Pan America eða UTPA um að hefja nám hjá þeim á fullum skólastyrk haustið 2015.
 
Samkvæmt reglum NCAA þá má hún ekki skrifa undir svokallað National Letter of Intent fyrr en í Nóvember og er því aðeins um að ræða munnlegt samkomulag þangað til.