Miklar vangaveltur eru nú um örlög Miami Heat liðsins sem nýverið tapaði NBA titlinum í hendur SA Spurs nokkuð verðskuldað þó. Fram hefur komið að Miami ætli sér jafnvel að bæta hreinlega í og að Carmelo Anthony sé á leiðinni á suðurströndina. En svo eru þeir til sem sjá fyrir sér að Lebron ætli sér jafnvel að færa sig um set aftur og þá kæmi heimaborg hans Cleveland vel til greina en þó þyrftu Cleveland að leggja spilin rétt á borðið áður en svo yrði. 
 
Sögur segja að Cleveland sé jafnvel með nokkuð góð spil á hendi til að landa Lebron aftur tilbaka.  Í liðinu er vissulega stórstjarna í  Íslandsvininum Kyrie Irving og en hingað til þá hefur það gefist vel að hafa þrjá “risa” um borða (sbr. Lebron-Wade-Bosh,  Pierce-Garnett-Allen ofl.)  Cleveland eiga í ár 1. valrétt í háskólavalinu og það gæti verið sá miði sem þarf til að lokka Lebron aftur. En það útspil þyrfti að hugsa vel og jafnvel væri möguleiki á að skipta á valréttinum og t.a.m LaMarcus Aldridge frá Blazers eða Kevin Love frá Timberwolves.  Hinsvegar stóra spurningin í Cleveland væri hver yrði þjálfari liðsins en nýjustu fregnir herma að David Blatt verði boðið starfið.  
 
Hver er David Blatt hugsa eflaust margir en kappinn sá þjálfaði Rússa til bronsverðlauna á ólympíuleikunum 2012 og hefur stýrt Maccabi Tel Aviv í fjögur ár og stýrði þeim til sigurs í Euroleague í ár. Blatt þessi stýrði hini frægu Princeton sókn á árunum 1977-1981 og spilaði svo atvinnubolta í Evrópu til margra ára. Hvort þessi ráðning yrði nóg til að lokka Lebron til Cleveland yrði að koma í ljós. 
 
En ólíklegt þykir að Lebron komi til með að hreyfa sig á næstunni. Ekki er annað að sjá en að hann kunni ágætlega við sig á suður ströndinni með fjölskyldu sinni sem kemur til með að stækka á næstunni því fréttir herma að fyrsta stúlku barnið sé á leiðinni. 
 
Lebron hefur þangað til 29. júní til að ákveða sig hvort hann komi til með að klára samning sinn til 2016 við Miami sem munu færa honum á þeim tíma 43 milljónir dollara eða hvort hann vilji róa á önnur mið.