Landflutningar verða einn af samstarfsaðilum KKÍ með áherslu á að efla barna- og unglingastarf körfuboltans hringinn í kringum í landið og auka útbreiðslu íþróttarinnar enn frekar. Íslandsmót yngri flokka KKÍ mun bera nafn Landflutninga.

Gísli Þór Arnarson framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa  tekur í sama streng og segir „Það er tilhlökkunarefni að taka þátt í uppbyggingarstarfi körfuboltans vítt og breitt um landið og vonumst við til að þátttakendum fjölgi og áhugi almennings á íþróttinni blómstri. Við munum leggja okkar af mörkum til að nálgast það markmið.“

Meðfylgjandi er mynd af Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ, Einari Karli Birgissyni stjórnarmanni KKÍ, Gísla Þór Arnarsyni framkvæmdastjóra og Inga Þór Hermannssyni forstöðumanni Landflutninga við undirritun samningsins.