Ísland vann góðan sigur á dönum í U18 ára kvenna 51-65. Íslenska liðið mætti sterkt til leiks og var það greinilegt að þær vildu kveðja Norðurlandamótið á háu nótunum.
 
 
Fyrsti leikhluti
Leikurinn byrjaði hraður og ákveðinn hjá báðum liðum en ekkert virtist vilja fara ofaní. Eftir fjögurra mínútna leik var staðan 2-6 fyrir Ísland. Öll stig íslenska liðsins komu úr vítum þessar 4 mínútur.
Danir jafna leikinn 6-6 og það er jafnt næstu mínúturnar. En íslenska liðið með sterkum varnarleik vinnur fyrsta leikhluta 13-18.
Stigahæstu menn Íslands Sara Rún með 10 stig og Sandra með 4.
8 af 18 stigum Íslands komu af vítalínunni og 8 stig úr hraðaupphlaupum.
 
 
Annar leikhluti
Ísland er með yfirhöndina strax í upphafi annars leikhluta og skora fyrstu 9 stigin í leikhlutanum. En Elsa kemur Íslandi í 13-24 með 2 vítum eftir að hafa rifið niður 2 sóknarfráköst í röð. Elsa var mikilvæg í öðrum leikhluta með 4 stig öll úr vítum og 8 fráköst þar af 6 sóknarfráköst.
Íslenska vörnin skilaði 12 stiga forystu í leikhlutanum en Ísland leiðir í lok leikhlutans 20-32. Danirnir ráða ekkert við Ísland inni í teig danirnir skoruðu einungis 4 stig inn í teignum í fyrri hálfleik og Ísland vinnur frákastabaráttuna 18-31.
Stigahæstar í íslenska liðinu voru Sara með 10 og Eva og Sandra með 7.
 
 
Þriðji leikhluti
Frábær sóknarleikur íslenska liðsins heldur áfram og Finnur greinilega búinn að teikna upp frábært upphafskerfi sem að endar með stoðsendingu frá Söru Lind á Söndru Rún sem að skorar 2 stig og fær víti að auki. Íslenska liðið var sterkt inn í teig í leiknum og Danirnir farnir að falla mikið á boltann inn í teignum. Það stoppaði ekki íslensku bakverðina sem að „köttuðu“ sterkt inn í teig og Sandra Lind strax komin með 3 stoðsendingar snemma í þriðja. En hún gaf 5 stoðsendingar í leiknum.
Íslenski varnarleikurinn var ekki eins sterkur í þriðja eins og hann hafði verið í leiknum en sóknarleikurinn bætti þetta upp. Bríet með mikilvægan þrist þegar að 2 mínútur voru eftir og staðan 32-45.
Ísland er yfir 34-49 í lok leikhlutans. Stigahæstar eftir þriðja Sara með 15 og Eva með 9.
 
 
Fjórði leikhluti
Sara byrjar fjórða leikhluta með galopnum þristi og kemur Íslandi yfir með 18 stigum eftir stoðsendingu frá Elsu 34-52. Strax á eftir stelur Guðlaug boltanum og Sara skorar eftir hraðaupphlaup og Ísland komið 20 stigum yfir 34-54.
Danirnir ætluðu sér ekki að tapa þessum leik og þær koma grimmar og skora 4 stig í röð en Elínóra þaggar niður í þeimm með þrist og kemur íslandi yfir með 19 þegar að 6 mínútur eru eftir af leiknum.
En Danirnir gáfust ekkert upp og þegar að 2 mínútur voru eftir var munurinn 12 stig 49-61 fyrir Íslandi.
Guðlaug kemur svo Íslandi yfir með 14 og danir taka tíma með eina og hálfa mínútu eftir af leiknum.
Elsa innsiglar svo íslenskan sigur þegar rúm mínúta er eftir af leiknum eftir glæsilegt samspil hjá Söru Rún, Margréti og Elsu eftir eina góða Vagg og Veltu og staðan 51-65.
 
Stigahæstar í íslenska liðinu voru, Sara Rún með 24 stig og Eva og Guðlaug með 9 stig.
 
 
4. sætið staðreynd eftir góðan leik á móti Dönum.
 
Íslenska liðið getur verið stolt af þessum leik og vonandi spila þær svona á Evrópumótinu í Rúmeníu í júlí. En þegar að þetta lið var U16 unnu þær C-deildina örugglega á Gíbraltar 2012 í Evrópumótinu.
 
 
 
Umjföllun/ SPE