Jón Axel Guðmundsson, Grindavík, leikmaður U18 ára landsliðs karla og Sylvía Rún Hálfdánardóttir, Haukar, leikmaður U16 ára landsliðs kvenna voru í dag kjörin bestu leikmenn Norðurlandamótsins í sínum flokkum. Jón hefur verið magnaður í U18 ára karlakeppninni og Sylvía sömuleiðis í U16 ára kvennakeppninni. Bæði voru þau að sjálfsögðu valin í úrvalslið mótsins en Emelía Ósk Gunnarsdóttir var einnig valin í úrvalsliðið í U16 ára flokki kvenna. Þá var Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík, valin í úrvalsliðið í U18 ára kvenna og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR, valinn í úrvalslið U16 ára karla.
 
 
Jón Axel Guðmundsson – Grindavík – helstu tölur á NM 2014 (tölur til þessa, einn leikur eftir sem stendur nú yfir)
29,3 stig – 6,5 fráköst – 3,3 stoðsendingar og 27,5 framlag.
 
Sylvía Rún Hálfdanardóttir – Haukar
13,8 stig – 10,2 fráköst og 1,8 stoðsending – 14,4 í framlag
 
Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík
8,4 stig – 3,4 fráköst og 1,2 stoðsendingar – 5,0 í framlag

Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
18,8 stig – 7,4 fráköst – 2,2 stoðsendingar og 16,2 í framlag.
 
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, KR
22,2 stig – 5,2 fráköst – 1,8 stoðsendingar og 16,6 í framlag.
 
Myndir/ nonni@karfan.is og SÞB – Jón Axel Guðmundsson er á efri myndinni ásamt liðsmönnum í úrvalsliðinu í flokki U18 ára karla en hér á næst neðstu myndinni eru þær Sylvía Rún Hálfdanardóttir og Emelía Ósk Gunnarsdóttir ásamt leikmönnum í úrvalsliði U16 kvenna. Á neðstu myndinni er Sara Rún Hinriksdóttir í úrvalsliði U18 ára kvenna en Þórir Guðmundur gat ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendingu U16 ára liðsins þar sem hann var að spila úrslitaleik um silfrið gegn Dönum þegar verðlaunaafhendingin fór fram.