Í dag er liðið eitt ár frá fráfalli Ólafs E. Rafnssonar fyrrum forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sem og forseta FIBA Europe. Framkvæmdastjórn ÍSÍ og starfsfólk lagði blómsveig á leiði hans í dag af þessu tilefni.
 
 
Ég naut þess heiðurs að hafa kynni af Ólafi með tvennum hætti, bæði í gegnum störf mín hjá Íþróttasambandi fatlaðra og eins hér á Karfan.is en eins og flestum er kunnugt var Ólafur formaður Körfuknattleikssambands Íslands til fjölda ára.
 
Undir hans forystu voru íþróttir í landinu sem og evrópskur körfuknattleikur í afar góðum höndum. Sem dæmi um afrek hans í forsetastól FIBA Europe var breyting á meingölluðu keppnisfyrirkomulagi sem gerði þjóðum eins og Íslandi loksins kleift að dragast í riðla með bestu liðum álfunnar, af þeim sökum fengum við t.d. Serba og Ísraela í heimsókn til Íslands. Þetta er aðeins brot af afrekum Ólafs og verða þau ekki tíunduð mikið frekar hér.
 
Af þessu tilefni vil ég eindregið minna á minningarsjóð Ólafs en hann verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar til minningar um hans mikla og óeigingjarna starf innan hennar en það starf var og er ómetanlegt.
 
Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar:
0537-14-351000, kennitala sjóðsins er 670169-0499. 
 

jon@karfan.is
Ritstjóri Karfan.is