Houston Rockets hafa samið við New Orleans Pelicans um að senda Omer Asik til New Orleans í skiptum fyrir valrétt í fyrstu umferð nýliðavalsins 2015. Houston senda einnig $1,5 milljónir í peningum til New Orleans. Vegna smáatriða í reglum deildarinnar verða skiptin verða ekki formleg fyrr en 10. júlí nk.
 
Allt frá því Dwight Howard kom til liðs við Omer Asik hafa þeir verið í vandræðum með að finna hlutverk fyrir Asik. Frábær varnarmiðherji sem var að spila mjög góðan sóknarleik á þeim tíma sem hann var einn í teignum hjá Rockets. Asik hefur verið ósáttur við sitt hlutverk eftir það og viljað yfirgefa liðið en Houston ekki viljað sleppa honum fyrr en rétt tilboð bærist.
 
Nú þegar þessar stóru kanónur eins og Carmelo Anthony og LeBron James eru komnir á markaðinn skiptir mestu fyrir Houston að losa sem mest undan launaþakinu til að eiga tækifæri á að taka þátt í því happdrætti. Asik verður á síðasta ári sínu á þriggja ára $25 milljóna samningi sem Houston buðu honum 2012. Síðasta árið telur $8,3 milljónir. Valrétturinn sem Houston fær er tryggður í 20. sæti en endar líklegast á milli 10-20.
 
Það verður ekkert grín fyrir andstæðinga Pelicans að fara inn í teiginn á móti Omer Asik og Anthony Davis næsta vetur.