Hannes S. Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands tók á móti íslensku ungmennalandsliðunum í Leifsstöð á sunnudagskvöld og sagði þátttöku og árangur íslensku liðanna úti á Norðurlandamótinu bera vott um að hreyfingin væri að standa sig þrusuvel hér heimafyrir.
 
 
„Þetta er sigur íslensks körfubolta,“ sagði Hannes einnig í Leifsstöð en mótttökuræðu formannsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Hannes og Guðbjörg Norðfjörð varaformaður KKÍ var einnig viðstödd en þau afhentu Norðurlandameisturum kvenna í flokki U16 blóm fyrir árangur sinn sem og þeim einstaklingum sem valdir voru bestu leikmenn og í úrvalslið Norðurlandamótsins.
 
 
Mynd með frétt/ nonni@karfan.is – Verðlaunahafar frá Norðurlandamótinu sem allir voru valdir í úrvalslið. Frá vinstri: Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Jón Axel Guðmundsson, Sylvía Rún Hálfdánardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. Þau Jón og Sylvía voru valin bestu leikmenn sinna árganga, Jón í U18 karla og Sylva í U16 kvenna.