Kvöldþáttarstjórnandinn Jimmy Kimmel fékk meistar Michael Jordan til að taka þátt í tilraun sem fólst í því að taka upp hina ýmsu hluti með annari hendi eða “krumla” þá eins og kallað er á körfuboltamáli. Gestir þáttarins áttu svo að giska á hvort hann gæti það eða ekki. Einstaklega kjánalegur en jafnframt sprenghlægilegur myndbútur. Takið samt eftir því að jafnvel í svona vitleysu eins og þessu skín ómannlegt keppnisskapið hans í gegn…