Valskonur hafa þétt raðirnar en Fanney Lind Guðmundsdóttir hefur nýverið gert tveggja ára samning við Val. Fanney segir því skilið við Hamar þar sem hún var með 15,2 stig, 8,1 frákast og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik svo hér er á ferðinni hvalreki á fjörur Valsara búsifjar eins og gefur að skilja fyrir Hvergerðinga.
 
 
Valsmenn hafa þó ekki farið varhluta af trakteringum á leikmannamarkaði en á dögunum framlengdu Guðbjörg Sverrisdóttir, Margrét Ósk Einarsdóttir og Sara Diljá Sigurðardóttir við Val en Hallveig Jónsdóttir söðlaði um og samdi við Keflvíkinga.