Carmelo Anthony hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi sínum við NY Knicks og ætlar að skoða möguleika sína á leikmanna markaðnum fyrir næsta tímabil. Melo á möguleika á að kvitta undir samning til fimm ára við Knicks sem myndu færa honum einar 129 milljónir dala en svo hefur hann möguleika á að skrifa undir fjögurra ára samning við annað lið sem myndu skila litlum 96 miljónum dala inn á reikning þegar yfir líkur.
 
Þetta eru náttúrulega engar smá summur en svo er það nú þannig að stór stjörnur á borð við Carmelo eru byrjaðar að taka á sig launalækkun í þeim tilgangi að skila NBA hring á fingur sér.  ”Hann elskar Knicks og elskar borgina og stuðningsmennina en honum langar að skoða möguleika sína, það er allt og sumt.” sagði umboðsmaður Carmelo við fjölmiðla.
 
Melo lét hafa eftir sér að ákvörðun um hvert hann myndi fara ef hann ákveði það yrði í miklum hönum á fjölskyldu hans en sögusagnir segja að Dallas, Chicago og Houston séu í sterkustu samningsstöðunni. “Þetta snýst um stóru myndina en ekki bara um að rífa sig upp og flytja. Ég þarf að hugsa til þess hvort ég vilji að börn mín vilji vera á þeim stað sem ég fer.  Þau þurfa þá að aðlaga sig að nýju umhverfi og finna nýja vini.  Ég veit sjálfur að það er ekki auðvelt þar sem ég stóð í sömu sporum þegar ég var sjö ára gamall.” sagði Anthony sem er nýlega orðin þrítugur. 
 
Phil Jackson nýr forseti Knicks sagðist vona að Anthony yrði áfram hjá Knicks en Carmelo hefur gefið í skyn nánast allt tímabili sem nú leið að honum langaði að skoða sína möguleika.