Úrslitin í ACB deildinni á Spáni standa enn yfir en þar mætast risarnir Real Madrid og Barcelona. Börsungar tóku í kvöld 2-1 forystu með 94-79 sigri í Katalóníu. Liðin mætast aftur á fimmtudagskvöld þar sem Barcelona getur tryggt sér titilinn með sigri.
 
 
Barcelona komst í 1-0 með sigri á heimavelli Real Madrid en heimamenn jöfnuðu 1-1 í næsta leik og þá færðist einvígið yfir á heimavöll Barcelona. Næstu tveir leikir, ef þarf, eru á heimavelli Barcelona og ef til oddaleiks kemur fer hann fram á heimavelli Real Madrid, fyrirkomulagið er sem sagt 2-2-1 á úrslitaeinvíginu.
 
Juan Carlos Navarro var stigahæstur í liði Barcelona í kvöld með 19 stig og 3 stoðsendingar en Sergio Llull var með 15 stig og 3 stoðsendingar í liði Real Madrid. Ljóst er að Börsungar eru búnir að jafna sig og gott betur en það eftir risaskellinn sem þeir fengu gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en sá leikur fór 100-62 fyrir Real og hefur körlum og konum í Katalóníu þótt nóg um.
 
Svipmyndir úr leiknum
 
 
Mynd/ Marcelo Huertas fagnar sigri Barcelona gegn Real Madrid í kvöld en kappinn gerði 12 stig í leiknum og gaf 8 stoðsendingar.