Kom líklega fáum á óvart að það eru Real Madrid og Barcelona sem keppa um titilinn á Spáni þetta árið. Fyrsti leikur fór fram í gær á heimavelli Real Madrid og öllum að óvörum voru það gestirnir frá Katalóníu sem sigruðu fyrsta leik 93:98.  Real liðið sem framan af vetri var gersamlega ósigrandi í öllum keppnum virðist vera að misstíga sig aðeins á loka sprettinum en þrátt fyrir þetta eru veðjandi menn enn tilbúnir að setja sinn pening á að Real komi til með að verða meistari. 
 
 
Real Madrid slógu út Jón Arnór og félag í Zaragoza nokkuð sannfærandi fyrr í mánuðinum